top of page
logoappelsinustort.png
umokkur.png
handgerdar-01.png

Ljótu kartöflurnar eru handgerðar kartöfluflögur úr íslenskum kartöflum. Til framleiðslunnar eru nýttar kartöflur sem uppfylla ekki útlitsstaðla og sú umframframleiðsla bænda sem ratar ekki á markað fyrir ferskar kartöflur. Einnig hafa Ljótu kartöflurnar þá sérstöðu að þær eru einu kartöfluflögurnar sem framleiddar eru hérlendis og eina snakkið sem framleitt er úr íslenskum kartöflum. Með vali á Ljótu kartöflunum styður þú því íslenska framleiðslu og baráttuna gegn matarsóun. 

Ljótu kartöflurnar hafa verið í þróun um nokkurra ára skeið og eru þær enn að taka lítillegum breytingum til að ná fram enn meiri gæðum. Útkoman eru brakandi stökkar og bragðgóðar flögur. Í allar okkar vörur eru eingöngu notuð þrenns konar náttúruleg hráefni þ.e. gullauga kartöflur, sólblómaolía og krydd. Því eru Ljótu kartöflurnar vegan og hafa allar okkar bragðtegundir hingað til verið glútenlausar.

flogur3.png
UM OKKUR
UMHVERFISMÁL
umhverfismal.png
kartoflur.png
Matarsóun

Rekja má 5% af losun Íslendinga á loftlagstegundum til matarsóunar. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna er um 46% sóun og afföll í framleiðslu grænmetis og ávaxta í Evrópu. Ekki eru til tölur yfir nýtingu á íslenskum kartöflum en ljóst er að hana er hægt að stórbæta þar sem mikið magn þykir ekki henta til sölu sem er nýtt í aðra vinnslu með miklum afföllum, fóður eða fargað.

skip2.png
Kolefnisspor

Á meðan bændur geta ekki fullnýtt innlendar kartöflur er flutt inn mikið magn af snakki og hráefni til snakk-framleiðslu. Snakk er umfangsmikil vara sem oftast er pakkað í loftfyllta poka sem fluttir eru til landsins með skipaflutningum. Því er kolefnisspor markaðarins óþarflega stórt og hægt að stórminnka með auknu vægi innlendrar framleiðslu úr íslensku hráefni.

plast2.png
Umbúðaval

Kartöfluflögum þarf því miður að pakka í loftheldar ólífrænar umbúðir til að ná viðunandi geymsluþoli. Hefðbundnar snakkumbúðir eru úr áli eða pappa og plasti. Erfitt er að endurvinna slík blönduð efni og eru þau send út til brennslu. Ljótu kartöflunum er pakkað í plast sem hægt er að endurvinna nánast endalaust í stað hefðbundinna umbúða. Það kemur lítillega niður á geymsluþoli, umhverfinu til bóta.

Chart2-01.png
Afföll og sóun á grænmeti og ávöxtum í Evrópu á mismunandi stigum skv. Matvæla- og land-búnaðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna (FAO).

54%

Nýting / neysla

20%

4%

2%

7%

13%

Afföll / sóun í landbúnaði
Afföll bænda eftir uppskeru
Afföll vinnslu
Afföll í dreifingu
Sóun neytenda
VÖRUR
vorur.png
pokisaltogpipar135g.png

Brakandi stökkar kartöfluflögur kryddaðar með salti og bragðmikilli piparblöndu. Pokinn er í hentugri stærð til að deila með fjölskyldu og vinum á gæðastundum.

pokisaltogpipar35g.png

Minni útgáfan af flögum með salti og pipar. Allur texti á pokanum er á ensku og hentar hann vel til sölu í minni verslunum, veitinga- og ferðamannastöðum.

pokisalt135g.png

Léttsaltaðar kartöfluflögur. Þessi klassíska og einfalda útgáfa af kartöfluflögum hefur verið vinsælust allra bragðtegunda í heiminum frá upphafi og ekki að ástæðulausu.

blodbergogedikpoki.png

Fleiri vörur eru væntanlegar frá Ljótu kartöflunum og aldrei að vita hverju þær munu taka upp á.

utsolustadir.png

Hægt er að nálgast poka af Ljótu kartöflunum í matvöruverslunum um allt land. Einnig fer útsölustöðum sífellt fjölgandi sem bjóða upp á minni pokana af Ljótu kartöflunum. Þeir henta einkar vel fyrir aðila í ferðamannaþjónustu, minni verslanir, hótel, bari og veitingastaði. Ef vel er að gáð má einnig finna Ljótu kartöflurnar sem meðlæti á diskum nokkurra veitingastaða og matarvagna enda einfalt og gott að reiða þær fram með flestum réttum.

Ljótu kartöflurnar eru í boði í öllum verslunum Bónuss sem eru rúmlega 30 talsins um allt land.

Nettó verslanir um allt land og netverslun

Ljótu kartöflurnar eru fáanlegar í eftirtöldum verslunum Krónunnar: Lindum, Granda, Mosfellsbæ, Höfða, Selfossi og netverslun

Matvöruverslanir Hagkauopa á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri

Melabúðin

Kaupfélag Skagfirðinga

KVH

o.fl.

CLIENTS
hafasamb.png
Fyrirspurnir

Ef þú hefur fyrirspurn varðandi Ljótu kartöflurnar vinsamlegast fylltu út formið hér fyrir neðan eða hafðu samband í síma 8966119.

Bananar ehf. annast dreifingu á Ljótu kartöflunum til aðila í veitinga-, ferðamanna- og annari þjónustu. Hægt er að hafa samband við Banana í síma 5250100 og tölvupóstfangið bananar@bananar.is

Heimilisfang

Náttskuggi ehf

Desjamýri 8

270 Mosfellsbær

Sími: 896 6119

Thanks for submitting!

Samfélagsmiðlar
  • Facebook
  • Instagram
CONTACT
bottom of page